01: Tuttugu handahófskenndar staðreyndir um mig

 1. Af einhverjum völdum finnst mér 2013 ekki eins falleg tala og 2012. Ég vona að sú skoðun bitni ekki á árinu 2013.
 2. Ég ákvað að gera 30 daga blogg áskorun í janúar. Ég bloggaði mikið um dagin en svo hætti ég því og það fannst mér bara pínu glatað. En blaðinu hefur verið snúið við.
 3. Ég er að horfa á Fame í þessum töluðu orðum.
 4. Ég kom með kaffivél í handfarangri til Köben. Ég dýrka kaffi.
 5. Ég veit ekki hvernig ég á að tengja loftljós. Við erum búnar að vera loftljóslausar í þrjá mánuði. Ég nenni varla að demba mér í þetta. Svo fæ ég ábyggilega straum.
 6. Ég get með engu móti farið yfir á rauðu. Ekki einu sinni á gönguljósi.
 7. Ég á þriggja hæða blátt nestisbox sem ég get ekki beðið eftir að nota.
 8. Þegar ég var lítil ætlaði ég annað hvort að verða lögga eða listmálari.
 9. Það tók mig þrjár tilraunir að horfa á Pulp Fiction og átta tilraunir að horfa á allar Godfather.
 10. Mér finnst stærðfræði skemmtileg.
 11. Ég á mjög gamlan síma. Hann er Nokia eitthvað voða gamall, blár á litinn og með gæðalítilli myndavél.
 12. Mig langar mjög mikið í snjall síma. Samt eiginlega bara til að geta verið á Instagram og verið með allskonar skipulags forrit og kannski eitt hlaupa forrit. Langar mest að geta verið með Instragram samt.
 13. Þegar ég var lítil var ég í leynifélagið með Elsie og Steinunni Önnu. Steinunn er einu ári eldri en ég og hún ákvað nafnið. Við kölluðum okkur STA-systur. Ég og Elsie áttuðum okkur ekki á þessari nafngift fyrr en mörgum árum seinna.
 14. Ég er hrædd við nálar. Það er samt meiri æða-ótti. Æðar á úlnliðum og á olnbogasvæðinu finnast mér mest óhugnarlegar. Sérstaklega þegar nálar stingast í þær.
 15. Ég elska mat. Stundum á kvöldin áður en ég fer að sofa hugsa ég um hvað ég hlakki til að vakna til að geta borðað hafragraut.
 16. Þegar ég var lítil þá var ég mjög upptekin af speglum. Ég stóð fyrir framan spegil og speglaði mig. Mjög lengi. Ef ég var í fatabúð með mömmu og hún var að máta föt þá fann ég mér bara spegil til að horfa á á meðan hún mátaði og tíminn flaug.
 17. Ég er morgunfugl. Ég hætti að virka andlega eftir klukkan tólf á kvöldin. Ef ég er ósofin þá verð ég mjög uppstökk og verð tilfinningasúpa.
 18. Einu sinni fannst mér mikið að verða 22 ára og mér fannst tilhugsunin um að verða 23 ára svipuð því að detta ofan í líkkistu. Þetta skiptir mig ekki það miklu máli lengur. Ég hlakka til að verða 23 ára.
 19. Mér finnst leiðinlegt að lesa. Finnst samt mjög leiðinlegt að finnast leiðinlegt að lesa. Ég þarf kannski að fá mér hljóðbækur eða eitthvað.
 20. Ég hlakka til að fá mér hafragraut í fyrramálið.

Share Post :

More Posts

5 Comments

 • Gísli Björgvin
  1st January 2013 at 8:59 pm 

  30 dagar jájájá!! Skilaðu kveðju til elsku allra á morgun! Hlakka til að sjá ykkur í mars! 😀 Og farðu svo að fara yfir á rauðu, stundum bara!

 • katrinaagestad
  2nd January 2013 at 6:48 am 

  Já ég geri það, ég sakna þín strax svo mikið Gísli það er ekki eðlilegt! Og ekki séns að ég fari yfir á rauðu!

 • Elsie
  2nd January 2013 at 9:32 pm 

  Hahah STA-systur, það var nú meira leynifélagið!

 • Steinunn Anna
  3rd January 2013 at 10:40 pm 

  Þú ert svo fyndin kötulíngur! Þó ég minnist þess reyndar ekki að hafa ákveðið þetta annars stórgóða nafn á leynifélagið 🙂

 • katrinaagestad
  3rd January 2013 at 10:48 pm 

  Ó mér fannst eins og við hefðum verið að tala um það á hróa um daginn, þú afsakar ruglinginn á heimildum. Mig grunar nú samt að þú hafir eitthvað átt í þessari nafngift haha.

Hey! comments are closed.