Framtíðar Katrín

Ég er orðin 22 í Danmörku.

Ég sat í gær á tröppunum fyrir framan Ninos Pizza með Höllu. Við vorum að bíða eftir afmælispizzunni minni sem var ekki af verri endanum. Þegar við sátum þarna þá töluðum við um hvar við hefðum átt afmæl. Halla varð 22 í Tælandi og ég var 20 á Grikklandi.

Svo rann upp fyrir mér.

Ég verð 25 ára í Danmörku. Það er sko eftir þrjú ár og þá verð ég mögulega ennþá í Danmörku og verð orðin 25 ára og leikkona í þokkabót.

Ég man eftir sjálfri mér þegar ég var 18 ára og guð minn góður þroska munurinn á 18 ára Katrínu með rautt hár og rakað í hliðunum og 22 ára Katrínu í Danmörku með bara frekar normal hár. Mér finnst ég ennþá vera að þroskast og þróast svo mikið með hverjum deginum og sérstaklega finn ég mig vaxa þegar ég skipti um umhverfi. Svo mér finnst forvitnilegt að vita hvernig 25 ára Katrín verður.

Mig langar að skrifa opið bréf til framtíðar Katrínar sem verður 25 ára eftir þrjú ár.  

Hæ fröken framtíðar Katrín

Ég mundi skrifa þetta á dönsku ef ég gæti en ég er bara ný flutt til Danmerkur. Þú getur eflaust tjáð þig flöðene á dönsku. Einhvernvegin á ég erfitt með að sjá það fyrir mér. Að vera bara flöðene og tala á ljóshraða með tunguna í kokinu og einhvern mest óaðlaðandi hreim sem finnst á jarðarkringlunni. Þú hefur ábyggilega staðið þig með prýði í þessum dönsku tímum sem ég er að fara að byrja í á þriðjudaginn. Þú ert svo mikið námshross að þú hlýtur að hafa verið samviskusöm með heimanámið.

Þú ert búin með skólann og ert búin að sjá tvo nýnema bekki bætast í skólann. Eftir fyrstu tvær vikurnar sýndirðu ábyggilega senu fyrir framan allan skólann ásamt öllum hinum nemendunum. Var þriðja árs senan flott hjá þér? Var mikil nekt í henni eins og á þriðjaárs senunum sem voru þegar þú varst á fyrsta ári? Ef svo er vona ég að þú sért frekar heit skvísa og ekki með fellingarnar rúllandi út um allt svið fyrir framan fjölda manns og brjóstin úti. Samt ef þú ert búin að bæta á þig þá ertu örugglega komin með stór brjóst sem er ágætis tilbreyting. Ég vona bara að þú sért hraust. Þú ert það ábyggilega hafandi hjólað alla daga í þrjú ár og sérstaklega ef þú ert búin að flytja aftur og upplifa fleiri djöfla tröppur og kommóður með lygilega mikinn eðlismassa.

Ertu ástfangin? Áttu kannski danskan kærasta? Sko ef þú átt danskan kærasta þá verður hann að heita einhverju mjög dönsku nafni. Hann má alveg heita Lars til dæmis. Ó guð, ertu kannski trúlofuð honum Lars, átt barn eða jafnvel með lítinn Lars í maganum? Þú droppaðir kannski úr skólanum því þú fannst dönsku ástina og vildir fjölga mannkyninu og fá þér hund og hvíta girðingu. Ég vona ekki. Alveg til í hann Lars, hann er ábyggilega flottur gaur, en plís nenniru að bíða með barnið. Nota smokka og muna að taka pilluna! Svo vona ég líka að þú hafir ekki verið með neinum sem er með þér í bekk því það er bara áskrift á vandræðalegheit og vesen og við vitum hvað okkur finnst vandræðaleg móment skemmtileg. Ekki gera okkur það. Ekki vera kjáni.

En hvað er eiginlega að frétta? Ertu með vinnu á Íslandi? Ertu að búa til þína eigin vinnu kannski með fleiri nýútskrifuðum krökkum? Ertu yfir höfuð á Íslandi? Ætlaru að klára viðskiptafræðina? Ætlaru í CBS eða HÍ? Byrjaðiru aftur að spila á píanó? Er Skotta ennþá lifandi? Býrðu ennþá með Sif og Höllu? Og hvar eru þær? Og hvað eru þær að gera? Er Sif orðin leikari eða er hún orðin tannlæknir? Og er Halla virkilega að verða 27 ára? Hverjar af stelpunum eiga orðið börn? Er einhver búin að gifta sig? Er búið að finna lækningu við krabbameini eða alzheimer? Er búið að klóna manneskju? Get ég klónað mig?

Djöfull hlakka ég til að fá svör við þessum spurningum.

En ekki pæla of mikið í framtíðinni, lifðu bara í núinu og leifðu lífinu að gerast.

Ókei?

Erum við ekki bara góðar á því?

Hlakka til að sjá þig.

Til hamingju með 25 ára afmælið Katrín. 

Kveðja

Núverandi Katrín

Share Post :

More Posts

6 Comments

 • Halla Marin
  12th September 2012 at 8:23 pm 

  Flottur afmælisbordi og flott “korona” 🙂

 • Berglind
  12th September 2012 at 8:30 pm 

  Hahaha þú ert svo yndislega rugluð. Ekki gleyma samt hárlenginar Katrínu, hún var líka mjög fín en ég kann samt best við normal hár Katrínu:)
  Ég fékk pínku gæsahúð við að lesa bréfið frá þér til framtíðar þín, ég vona samt að svörin við lang flest öllum spurningunum verði já.. sérstaklega númer 4 og síðastu spurningunni:D þá getum við haft eina Katrínu á Íslandi og eina á flakki útí heimi að gera allt sem þig langar að gera..

 • katrinaagestad
  12th September 2012 at 8:40 pm 

  Haha já Halla, þetta er sko eðal átfitt sem þú útbjóst handa mér!
  Berglind hárlenginga Katrín var mikið stuð en ég kann held ég best við hár Katrínu núna líka 🙂 Og fyrirgefðu hvað ég er alltaf að skilja þig eftir á Íslandi, þú kemur kannski bara með mér næst!

 • Sólveig Sara
  12th September 2012 at 8:55 pm 

  Þú ert frábær;) Ég held þú eigir eftir að finna einhvern heitan og sætan Lars í Köben, þú verður allavega búin að upplifa eitthvað margt og skemmtilegt þegar þú ert orðin 25 😀

 • Elsie
  20th September 2012 at 5:55 pm 

  Eins og Berglind fékk ég gæsahúð að lesa bréfið þitt og eitt tár, það varð bara að fylgja! 🙂 Ég ætla eimitt líka að vona að þú getir klónað þig, þá geturðu verið klikkuð og róleg í sitthvorri heimsálfunni á sama tíma! Sem er næs fyrir stúlku eins og þig!
  En það er víst alveg sama hvernig þú breytist útlitslega Katrín mín þú ert nú alltaf voða ljúf og góð inn við beinið 🙂
  P.s ég get ekki beðið eftir að hitta Lars!

 • katrinaagestad
  20th September 2012 at 10:12 pm 

  Já ég skal sko kynna þig fyrir Lars þegar hann kemur á hvítum hesti inn í líf mitt. En ég gæti verið hvar sem er svo framarlega sem ég fái tilfinningaköku og tár í desert you know what I mean!

Hey! comments are closed.