Brystvorte digt

Geirvörturnar gæjast út,
grunsamlegur kuldi.
Holningin harla niðurlút,
hún sig framanverða huldi.

Ég sit hérna heima hjá mér með grjótharðar geirvörtur. Já ég veit. Það er ekki huggulegt að segja þetta en svona hljómar sannleikurinn. Það er skítkalt hérna inni. Ég er með tærnar uppá stól því það er alkul á gólfinu og fingurnir á mér eru hægt og rólega að breytast í íspinna.

Danir eru eitthvað klikkaðir. Þeir kynda ekki húsin sín.

Nú þekki ég ekki mikið til húskyndinga hér á landi en er það þannig að þetta fólk byrja að kynda á einhverjum ákveðnum tímapunkti? Því ég get ekki kveikt á ofnunum hérna heima.

Er það þegar börnin byrja að frjósa föst við alla málma inní húsunum að þeir fá smá áhyggjur um velferð barnanna og kveikja á kerti? Þegar morgunpissið frosnar á leiðinni ofaní klósettið? Eða jafnvel þegar maður er farinn inní ísskáp til að hlýja sér? Nei ég bara spyr.

Ég vil fá einhver svör við þessu.

Eða allavega ullarsokka í hraðpósti.

Ég er farin inní örbylgjuofn.

Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

2 Comments

 • munda kristin aagestad
  27th October 2012 at 2:04 pm 

  Smá upprifjun frá pökkunardögum á Íslandi

  ég:taktu lopapeysuna með þér til dk Katrin……þú:nei ég nota hana örugglega ekki……..ég:danir kynda ekki húsin sín fyrr en um jól………..þú: mamma er ekki í lagi meðig!!!

  Niðurstaða: Mömmur hafa alltaf rétt fyrir sér/eða oftast allavega 😉

 • katrinaagestad
  27th October 2012 at 6:57 pm 

  Haha reynslan kennir mér enn og aftur að mömmur hafa alltaf rétt fyrir sér. Ég tók nú samt prjónapilsið með, fór í það í gær til að hlýja mér á bossanum 🙂

Hey! comments are closed.