Ágætis áminning og avocado

einu sinni
svaf ég í rimlarúmi
ef ég teygði mig nógu langt
þá náði ég í ljósrofann
ég kveikti og slökkti ljósin áður en ég fór að sofa
einu sinni teygði ég mig of langt
og datt
á andlitið
ég var ekki með framtennur í fjögur ár
en svo komu fullorðinstennurnar

það breytir engu þó þú dettir
á andlitið
þú færð nýjar tennur
þær verða meira að segja fullorðins

Þetta er byggt á sönnum atburðum, til eru myndaalbúm máli mínu til stuðnings. Mikið hefur maður gott af því að detta á andlitið inn á milli. Ef maður kann að líta á hlutina í réttu ljósi, þá getur það verið ákaflega hressandi.

Annars dett ég ekki mikið í dag, liggjandi upp í rúmi og læt Höllu mata mig á avocado súkkulaðimús.
Sunnudagar til sælu.

Bæ Katrín.

Share Post :

More Posts

4 Comments

 • munda kristin aagestad
  10th November 2014 at 12:45 am 

  Flottur pistill 🙂

 • arnyfjola
  10th November 2014 at 11:56 am 

  mjög gott blogg! Mér líkar! ps. við eigum ennþá bók í vinnslu, geymt en ekki gleymt!

 • katrinaagestad
  10th November 2014 at 12:02 pm 

  já það er klárlega geymt!

Hey! comments are closed.