Bömmer

Eirðarleysi hefur einkennt daginn í dag. Vekjaraklukkan sveik mig sem gerði það að verkum að ég missti af ræktartímanum sem ég hafði meldað mig í. Ég tók þessu auðvitað sem merki frá æðri máttarvöldum og hef reynt að gera sem minnst í dag.

Ég tók samt þá ákvörðun að detta í myndaáskorun. Nú þegar snjallsímar hafa yfirtekið hið daglega líf með forritum svipuðum Instagram og Snapchat, þar sem hinn almenni borgari smellir af mynd og deilir henni með fjandfólki og frændfólki, þá þykir oftar en ekki of mikil fyrirhöfn að hafa myndavél af stærri gerðinni með í för í amstri dagsins.

Myndavélin mín hefur setið í stofufangelsi síðan mér áskotnaðist snjallsími og það hryggir mig. Þess vegna mun ég í hverri viku hlaða inn mynd hér eftir fyrirfram ákveðnu þema mér til dægrastyttingar og von um örlitla þjálfun í sköpun og frumleika.

Þema þessarar viku var sjálfsmynd.

Ég var með örlítið brotna sjálfsmynd þessa helgi. Ég gat ekki sætt mig við það að vera ekki á þjóðhátíð þetta árið. Þó svo að heilt haf væri á milli mín og þjóðhátíðar þá gerði samskiptaforritið facebook mér ekki annað mögulegt en að fara á bömmer.

Á myndinni reyni ég að gera mig ósýnilega. Ég geri heiðarlega tilraun til að endurupplifa senu úr Harry Potter þar sem hann sveipar um sig huliðsskikkju í þeirri von um að verða ósýnilegur. Augljóslega mistekst mér markmið mitt og fer á bömmer.

Á seinni myndinni reyni ég að horfast í augu við það að ég sé ekki á þjóðhátíð. Ef maður rýnir í myndina sér maður bömmerinn mjög greinilega. Augun eru jú spegill sálarinnar.

Image

Image

Fallegt og gott
Með kveðju
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Á bömmer

Share Post :

More Posts

2 Comments

 • munda kristin aagestad
  6th August 2013 at 1:50 am 

  Flott teppi (huliðsskikkja meina ég) ;)…hvað er þetta brúna vinstramegin á myndinni? Já og bara nýtt gólfteppi líka eða hvað’

  Þetta er krosskomment, þ.e. ekki í takt við bloggið þitt.

 • katrinaagestad
  6th August 2013 at 10:42 am 

  Já ég er semsagt komin með nýtt teppi. Þetta brúna vinstra megin á myndinni er skenkur og inn í hann er byggður plötuspilari 🙂 Keypti hann á loppu markaði þegar Þórður var í heimsókn hérna.

Hey! comments are closed.