Daglegt brauð

Það er föstudagskvöld og ég var úti að skokka með Gísla.
Það var gaman.
Það var næstum eins gaman og það var gaman í skólanum í dag.

Í dag var síðasti dagurinn með venjulegri stundatöflu í bili. Alla næstu viku verður nefnilega workshop með Stuart Lynch. Það endar með sex tíma sýningu á kulturnatten sem að er menningarnótt Kaupmannahafnar. Stuart Lynch er stofnandi The Lynch Company sem er tilraunaleikhús hópur sem er fremstur í flokki í dönskum sviðslistum. Þannig þetta verður meira en lítið spennandi vika.

Við Halla fundum myndbönd af því sem The Lynch Company hefur gert og okkur stóð nú ekki alveg á sama. Við erum að fara að gera óvenjulega hluti býst ég við. Myndböndin má sjá HÉR. En tilraunaleikhús er frábært og við erum klárar í slaginn. Eftir þetta ævintýri tekur við efterårsferien sem að er í viku. Fínt að fá smá tíma til að lesa og svona. Við erum eiginlega alltaf í skólanum finnst mér. Sem betur fer er vangefið gaman í skólanum þannig það er bara í fínasta lagi.

En í dag. Öll árin voru með sýningu. Þetta byrjaði með söng hjá þriðja árinu. Þau fengu úthlutað lagi og áttu að finna karakter til að syngja lagið, mátti vera karakter sem þau hafa túlkað áður eða einhver glæ nýr. Atriðin voru ótrúlega fjölbreytt og alger snilld. Mig langaði bara að vera með. Síðan tók við senur hjá öðru árinu sem voru snilld. Næst vorum við á fyrsta ári. Við vorum tvö á sviðinu og mæmuðum morgun rútínu á sama tíma. Þegar hún var búin dönsuðum við dans sem að við vorum búin að semja í vikunni og vinna með ásetning og relationships. Þannig gekk það koll af kolli. Morgunrútínan var skynjunaræfing. Það er það sem við erum aðallega búin að vera að fást við á síðustu vikum. Sense memory, emotional memory, soft focus og fleiri grunnatriði. Að lokum var þriðja árið með senur og það var vissulega líka snilld.

Snilld, snilld, snilld. Ég elska skólann minn og hann er snilld og frábær.

Með fylgja myndir frá deginum í dag.

Ég og Gríma að ræða málin eftir sýningu.

Svo kom Malene og það var næs.

Aðeins að skoða Ingu Maríu.

Q&A með Ingu Maríu.

Bíbí og Sif að tjá sig.

Talið frá vinstri: Natalie, Höddi, Gísli, Frederikke, Inga María, Einar, Rasmus, Ömer, Jonatan og Bíbí.

Dúllubrauð.

Ég ætla að vakna klukkan níu!

Bless kex

Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

2 Comments

  • munda kristin aagestad
    6th October 2012 at 11:41 am 

    …..gaman að fá smá innlit í skólann i myndum og rituðu…..greinilegt að engum leiðist þarna 🙂

  • katrinaagestad
    6th October 2012 at 12:18 pm 

    Nei það er ótrúlega huggulegt hjá okkur alltaf:)

Hey! comments are closed.