Eru ekki allir að fótósjoppa sig?

Ég vil bara fá að vera með í öllu gamaninu.

Eins og þeir sem þekkja mig, þá er ég ekki vön því að stinga tánum varlega í heita pottinn þegar ég á annað borð get tekið fallbyssukúluna beint ofan í köldu laugina. Ég á það reyndar til að ætla mér einum of mikið og enda á að gera ekki nema helmingin af því, sem að er þó slatti þrátt fyrir allt.

Allavega. Photoshop.

Ég er búin að læra töluvert á þetta forrit í skólanum og hef mjög gaman af. Bæði að gera myndir frá grunni og að breyta myndum sem nú þegar eru til. Í umræðu sem átti sér stað fyrir ekki svo löngu, kom það fram í dagsljósið að bloggarar, aðrar stjörnur og Gunna útí bæ væru að lagfæra á sér nefin í allskonar forritum áður en þau smelltu þeim á alnetið. Fólk dundar sér við að skafa af lærunum, kroppa af mittinu, lyfta á sér andltinu, fjarlægja appelsínuhúð, lyfta rassinum, minnka nefið, fjarlægja bólur, hækka brúnir, stækka varir og guð má vita hvað.

Nema hvað, ég las hverja einustu grein. Og ég varð bara að vera með. En þó á minn hátt, og fer “all in”, fallbyssukúla í djúpu laugina og allur pakkinn. Árangurinn lét ekki standa á sér.

student

Hér má sjá útskriftarmynd af mér. Þó ég hefði verið tvítug sá ég einum of margar hrukkur þegar ég súmmaði mikið inn. Þannig ég reddaði málunum og er orðin alveg agalega slétt á myndinni. Er með svona langan háls eins og svanur og komin með stærri varir. Augun líka stór og dúkkuleg. Miklu eðlilegra útlit.

sika

Hérna er Sigrún vinkona mín. Við búum saman. Mér finnst hún miklu sætari svona eins og Bratz dúkka. Eðlilegt líka hvernig bílarnir beyglast svona inn.

fyrireftr

Öllu gríni slepptu hér. Þetta er fyrir – eftir mynd. Þetta tók mig tvær mínútur og ég er búin að gjör breyta sjálfri mér. Finnst hálf óþægilegt að horfa á þessa mynd. Þetta er bara ekki sama manneskjan.

kagu

Þessi fór bara svolítið alla leið bara. Minnir mig á einhverja bótox gyðjuna og einhver Jackson stemning yfir þessu öllu saman.

2014-07-28 20.07.31

En síðan er þetta oftar en ekki bara spurning um sjónarhorn krakkar mínir. Hvorug myndin hefur verið snert með Photoshop.

Skemmtilegasti Snapchat leikurinn minn er einmitt undirhökukeppni. Maður byrjar einfaldlega á að senda vel völdum aðila undirhökumynd af sér og skrifar undir “Undirhökukeppni!”. Síðar kemst maður svo að því hvort þessi vel valdi aðili sé maður eða mús. Það eru gefin stig fyrir hverja undirhöku hrukku og bónus stig fyrir þann sem er meira eins og þumall.

Verum bara við sjálf og leyfum heiminum að sjá það. Ófullkomnleikinn er einmitt það áhugaverðasta við okkur.

LIFI UNDIRHAKAN!
Katrín

Share Post :

More Posts