FYRIR&EFTIR

Vá hvað ég er búin að pæla lengi í þessu. Ég var líka búin að gugna jafn oft og ég var búin að pæla í að láta verða af þessu. En það kom að því. Það er heldur ekkert eins upplagt og að vera með stutt hár á Hróaskeldu.

Þannig ég kynni með stolti, Hróaskeldu klippingu ársins.

2014-06-27 18_Fotor_Collage

Þessi hárprúða snót ætlar að vera ógeðsleg með meiru á tónleikum alla næstu viku að sötra á Tuborg njóta lífsins með öðrum snillingum í Camp OhSheeeit.

Bara tveir vinnudagar og svo höldum við af stað með bakpoka, bús og góða skapið.

Fleiri verða orðin ekki að þessu sinni.
Katrín

Share Post :

More Posts