Halló Kaupmannahöfn!

Next Post

Ég á heima í Kaupmannahöfn núna. For helvede það er hellað.

Þetta ævintýri byrjaði klukkan sex í nótt í Reykjavík. Ég og Sif fórum á Leifsstöð og borðuðum rúnstykki og sykurskerta kókómjólk í morgunmat. Við mættum á svæðið með 100 kíló af farangri og ég var með eitt kíló í yfirvigt og Sif prentaði ekki út flugmiðann sinn svo konan sem afgreiddi okkur sá ekki að Sif hafði borgað fyrir auka tösku. Þannig Sif splæsti bara í 20kg yfirvigt og þetta reddast seinna.

Við fengum okkur seinna síðbúinn morgunverð í Leifsstöð sem við vildum helst ekki kalla sushi en sushi var það samt. Við þurftum að bryðja hrísgjónin.

Umrætt sushi     Meira umrætt sushi

Eins og sjá má létum við það ekki á okkur fá.

Við sváfum líka alla leiðina í flugvélinni.

Síðan vorum við mættar til að taka metro í Kaupmannahöfn með fjórar 20kg töskur, sitthvorn 10kg handfarangurinn, tvær tölvutöskur og eina myndavélatösku. Við vorum smá stressaðar að klemmast á milli metro hurðanna. Við keyptum miða á dönsku og bárum Nørrebro fram með kartöflu í kokinu. Þessi metro ferð heppnaðist og við spjölluðum við mann með gítar í metroinum. Við þurftum svo að burðast með töskurnar upp 50 þrep eða álíka og fengum aðstoð frá einhverju hjólagengi. Við vorum orðnar frekar sveittar enda 22 gráður hérna í Köben.

Við erum ekkert að grínast með þetta, við förum ekki í ræktina fyrr en eftir jól.

Svo fundum við engan taxa. En svo klukkutíma seinna og þremur lítrum af svita og siggi og eftir að leigubílakallinn sem ég hringdi í skammaði mig á dönsku og skellti á mig þá sáum við taxa og tókum hann og beinustu leið uppí íbúð.

FLEIRI STIGAR!

Við búum á þriðju hæð og það er engin lyfta. Meiri sviti og svo sturta. Halla tók á móti okkur. Hún kom fyrir viku og á hjól og danska fána.

Það fokkar mér upp hvað þessi íbúð er helluð.

Við tókum fjölskyldu mynd.

Við fórum líka í JYSK og splæstum í bráða birgða vindsæng til að lúlla á, handklæði, ruslafötu og fleira bráðnauðsynlegt.

Borðuðum bestu pizzu sem ég hef smakkað á þessu ári. Oh lord.

Svo komum við okkur bara fyrir og erum dúllur.

Byrjum í skólanum á mánudaginn! AAHHH.

Skál fyrir því!

      

ÓKEI BÆ

Next Post Share Post :

More Posts

6 Comments

 • Lena Rut
  21st August 2012 at 9:04 pm 

  Spennó:) Ég mun bókað kíkja í heimsókn við tækifæri þegar ég verð komin aftur út;)

 • Guðmunda
  21st August 2012 at 9:14 pm 

  Helv……gott hjá ykkur en algert svindl að ég náði ekki að kveðja þig. GANGI YKKUR VEL /kveðja gg

 • katrinaagestad
  21st August 2012 at 9:15 pm 

  Það er alveg guðvelkomið og takk fyrir það Guðmunda:)

 • Harpa Rut
  21st August 2012 at 9:21 pm 

  Öfund öfund öfund!! Njótið ykkar skvísur… Það er æðislegt að búa í Dí Key 😉

 • Sólveig Sara
  21st August 2012 at 10:10 pm 

  Like á það að þú sért með blogg! Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir 🙂

 • Elsie
  21st August 2012 at 10:29 pm 

  OMG hvað þið eruð fínar í Danaveldi! Þetta verður mikið ævintýri hjá ykkur! Hlakka til að heimsækja ykkur 😀

Hey! comments are closed.