Hollustu sigrar mínir og ósigrar

Pinterest er góður vinur minn og hjálpar mér að vera frumlegri og taka meiri áhættu í eldhúsinu.

Þetta hefur gengið svona upp og niður, sumt heppnast og annað ekki. Ég er búin að vera ævintýragjörn og prófa allskonar hollustu tilraunir sem hafa margar hverjar endað í ruslinu. En mér til mikillar ánægju þá heppnaðist síðasta tilraun gífurlega vel að mínu mati. Hún heppnaðist svo vel að ég get ekki annað en deilt henni með umheiminum.

Í leit minni af uppskriftum á netinu þá er ekkert sem hræðir mig eins mikið og uppskriftir með óteljandi hráefnum. Það fer um mig hrollur ef að í uppskriftinni leynast hráefni sem ég þekki ekki og ef nöfnin eru óeðlilega framandi. Og ef maður þarf að gera of mikið þá er ég ekki lengi að standa upp frá tölvunni og fá mér hrökkbrauð með kotasælu í staðin. Ég nenni ekki að marg skola og sjóða og frysta og affrysta hluti. Ég vil bara éta.

Kosturinn við þessa uppskrift er að hún er einföld OG fljótleg. Svona gróflega þá opnar maður ísskápinn, hendir einhverju í krukku og hristir eins og enginn sé morgundagurinn. Og verði okkur að góðu.

ÞAÐ SEM ÞARF AÐ EIGA

Chia fræ
Dós af kókosmjólk
Hindber
Bláber
Hunang
Krukku

ÞAÐ SEM ÞARF AÐ GERA

Í krukkuna fer einn hluti af Chia fræum á móti þremur hlutum af kókosmjólk. Einnig laumast þarna ofaní nokkur hindber og bláber. Að lokum smá smella smá slettu af hunangi. Þetta á að hrista svo allt blandist saman. Henda inní ísskáp. Hrista svo aftur eftir korter og svo geyma í ísskáp yfir nótt. Síðan er þetta snilldar morgunmatur, fínt að setja í skál, setja nokkur ber ofaná og kakónibbur.

ÞAÐ SEM MÁ GERA

Það er hægt að skipta kókosmjólk út fyrir möndlumjólk eða bara hvað sem manni dettur í hug, ég er að fara prófa það á næstu dögum. Líka hægt að skipta út hunangi út fyrir agave eða hvað sem maður vill. Ætla líka að prófa að skipta berjum út fyrir banana. Læt kanski bláber og banana næst. Namm.

Image

Image

Image

Síðan fær þetta svona búðingsáferð og er algjörn nammi.

Þangað til næst.
Katrín!

Share Post :

More Posts