Hönnun fyrir tónlistarnördið

Ég hlóð inn mynd á Instagram um daginn. Þar er mynd af mér að ýta á nótuna F á píanói og fyrir neðan stóð “I dont give a..”. Og þá stendur F vissulega fyrir fuck. Á okkar ástkæra ylhýra gæti þetta verið þýtt sem að vera “drullusama”. Þetta er orðatiltæki sem mér þykir mikilvægt að grípa í endrum og eins. Aðeins að slaka á kröfunum og ritskoðuninni, losa sig undan hugsunum um hvað öðrum mundi nú finnast um hitt eða þetta sem maður tekur sér fyrir hendur.

En þessi mynd varð kveikja að annari mynd, eitt leiddi af öðru og skyndilega var ég komin með hafsjó mynda. Og þeim vil ég deila hér. Til þess að skilja innihald þessara mynda verður viðkomandi þó að þekkja til nótna, eins gott að íslenska þjóðin lærði á blokkflautu í öðrum bekk.

alles

Síðan hendi ég reglulega inn myndum inn á www.flickr.com/photos/katrinaagestad.
Fleira var það ekki að þessu sinni.

Adios amigos,

Katrin

Share Post :

More Posts

2 Comments

  • munda kristin aagestad
    2nd November 2014 at 5:58 pm 

    Sniðug útfærsla hjá þér – omg myndin er líka flott hugmynd 🙂

Hey! comments are closed.