Hvað er að frétta?

Það sem er að frétta er að mig grunar að ég hafi dottið ofan í tíma svarthol því skyndilega er kominn 26. nóvember og ég fer til Íslands eftir minna en tvær vikur!

Það er að frétta að í síðustu vikunni verða sýningar á því sem við erum búin að vera að gera síðan í efterårsferien. Nokkuð hress lokapróf það. Ég kem til með að sýna dans, syngja dramatískan einsöng, sýna Svíþjóðarspuna og Stanislawski-drama-sýnishorn með bekknum mínum. Síðan BÚMM julefrokost og svo BÚMM sunnudagsbruch og svo BÚMM Ísland.

Það er að frétta að ég er orðin betri í dönsku enda búin að vera hérna síðan í ágúst. Fyrstu vikurnar sögðum við Íslendingarnir það sama um hverja einustu upplifun okkar á æfingum sem við gerðum.

Þetta var sjovt en samt mjög svært.

Það gleður mig að segja að ég get tjáð mig á árangursríkari hátt núna. Ég get svoleiðis rætt um tilfinningar mínar og hvað hitt og þetta hefur nú mikil áhrif á mig og hvernig mér líður. Ég kann allskonar orð eins og følelser, jeg kunne mærke, obehagligt, behagligt, indre billeder, stærk intention, luft mod loftet, introvert, extrovert, farligt, ondt og svo alveg helvítis helling í viðbót. En eins mikið og ég get tjáð mig um það hvernig mér líður þá á hinn bóginn get ég varla sagt ísskápur. Ég þarf aðeins að bæta orðaforðann í hinu daglega lífi.

Fréttir herma að mamma hennar Höllu og fleiri fjölskyldumeðlimir voru í heimsókn um helgina og svo hitti ég mömmu hennar Bíbíar og þá fékk ég heimþrá. Ég fékk líka geimþrá um daginn og afleiðingar þess má sjá á pinterest síðunni minni. HÉR.

Það er að frétta að ég borðaði köku í kvöldmat bæði á laugardag og sunnudag en í dag eldaði ég mér kjúklingarétt sem var ekki af verri endanum.

 

Fleira er ekki í fréttum.
Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

2 Comments

  • Sólveig Sara
    26th November 2012 at 9:11 pm 

    Gott þú fékst geimþrá en ekki heimþrá 😉 Hlakka til að tala við þig á dönsku um jólin!

  • katrinaagestad
    26th November 2012 at 9:17 pm 

    Sömuleiðis Sólveig, við getum aukið orðaforðann saman:)

Hey! comments are closed.