Í dag drap ég…

Þegar ég byrjaði í skólanum sagði einhver við mig að það væri varla hægt að segja öðrum frá því sem gerist í tímunum því allar þessar æfingar byggjast mjög mikið á því að upplifa og leiðirnar til þess að upplifa eru margar hverjar mjög undarlegar.

Ég fékk að kynnast því í dag.

Þegar ég leit á glósurnar mínar eftir daginn vonaði ég að enginn mundi nokkurntíman slysast til að sjá þær, svo undarlegar voru þær. Þetta er ein af þessum upplifunar æfingum sem að erfitt er að koma í orð án þess að hljóma eins og maður ætli að taka næsta strætó á Klepp.

Ég ætla samt að reyna og sýna ykkur eina blaðsíðu í leiklistarbókinni minni þar sem ég skrifa mest allt sem gengur á og hvað ég er að pæla í tímum.

Nöfn hafa verið blörruð sökum persónuverndar

Æfingin – Indre Billeder

Æfingin í dag var á þá leið að okkur var skipt upp í tvo hópa sem stóðu á móti hvorum öðrum. Á sitt hvorri hliðinni voru fjórar manneskjur svo maður hafði eina manneskju á móti sér sem maður vann æfinguna með.

Til að byrja með átti maður að hugsa sér snertingu/athöfn sem maður vildi gera á manneskjuna sem stóð á móti manni. Til dæmis að strjúka um vangann á manneskjunni eða að slá hana. Síðan átti maður að labba yfir salinn að manneskjunni, stoppa fyrir framan hana og sjá fyrir sér þegar maður gerði þessa snertingu við manneskjuna, þ.e. að sjá skýrt fyrir sér þegar mín eigin hendi snertir kinnina á manneskjunni, hvernig tilfinningin er og hvernig manneskjan bregst við.

Næst áttum við að hugsa um manneskju sem við hötum, eða manneskju sem við höfum verið reið útí einhverntíman. Við tókum góðan tíma í að skipta manneskjunni sem stóð á móti okkur út fyrir manneskjuna sem við hötuðum. Við áttum að sjá hana ljóslifandi fyrir framan okkur. Maður skannaði manneskjuna niður frá hári, enni, hálsi, mjöðmum og alveg niður á tær. Við áttum að sjá í hvernig fötum manneskjan var í og hvernig hárgreiðslu hún hefði. Á endanum stóð manneskjan sem ég hata beint fyrir framan mig.

Við áttum við að labba upp að manneskjunni og við máttum gera hvað sem er við þessa manneskju sem við hötuðum. Hvað sem er og það voru engar afleiðingar. Við fórum nokkrar ferðir til þess að skerpa á tilfinningunni og detta alveg inní hana.

Við fórum aðra ferð en áður en við gerðum það þá áttum við að öskra á manneskjuna (í hljóði) afhverju við værum svona reið og afhverju okkur liði svona illa og hötuðum þessa manneskju. Rifja upp allt sem þessi manneskja hafði gert manni og segja það við hana. Við löbbuðum aftur að manneskjunni og gerðum það sem við vildum gera.

Á þessu augnabliki var ég byrjuð að tárast úr reiði.

Við áttum alltaf að ganga lengra og lengra og gera það allra versta sem við gætum við þessa manneskju.

Á endanum framdi ég morð.

Eftir nánast hverja umferð sögðum við hvort öðru hvað við værum að gera. Við vorum að slá, lemja, sparka, kirkja með berum höndum og með snúru, skjóta, stinga og margt fleira.

Að lokum áttum við að labba upp að manneskjunni og biðjast fyrirgefningar, allt var þetta gert hljóðalaust.

Þannig þetta er ég nú að bauka á daginn, drepa fólk í huganum. Ekki beint huggulegt það.

Þegar ég les yfir þetta þá skil ég vel að nemendur segja kannski ekki mikið frá æfingum sem þeir gera í tímum því þetta hljómar ekkert sérstaklega heilbrigt.

En það er í lagi með mig sko.

Engar áhyggjur.

Friður og fallegt

Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

4 Comments

 • Berglind
  10th September 2012 at 9:09 pm 

  Úff! Rosaleg æfing og gott að það er í lagi með þig snúlla:) endilega haltu samt áfram að segja frá æfingum, þetta er mjög áhugavert..!

 • Elsie
  10th September 2012 at 11:37 pm 

  Sammála síðasta ræðumanni, ekki koma morðóð heim samt!

 • Gunnar Þórðarson
  11th September 2012 at 11:10 pm 

  pabbi til hamingju með daginn þú átt inni hjá mjér afmælis gjöf hafðu það altaf sem best

 • katrinaagestad
  12th September 2012 at 7:26 am 

  Takk fyrir það pabbi minn 🙂 Ég heyri í þér fljótlega svo!

Hey! comments are closed.