Játning dagsins

Aloha meistaramánuður, I welcome you!

Búin að rífa mig upp tvo morgna í röð klukkan hálf átta. Það er nú reyndar ekki í frásögur færandi því ég er morgunblóm. Aðra sögu má segja um sambýling minn hana Sif sem að er eins og skógarbjörn í dvala á morgnanna. En hún er búin að standa sig með prýði síðustu tvo morgna. Hún reyndar sofnaði sitjandi í miðjum tíma í gær en ég held að hún sé ekkert búin að dotta í dag blessunin. Ég hef trölla trú á henni. Við ætlum líka í ræktina í fyrramálið fyrir skóla og vera massaðar. Svo borðum við eins og beljur, allt grænt og rosa hollt og hreint og gott. Við ættum að fá ólympíu meltingu og gullverðlauna hægðir eftir þetta allt saman.

En hérna í Danmörku gerum við madpakke. Það er að segja nesti. Þessa dagana er það í hollari kanntinum og ég er eins og japanskur michelin kokkur með hnífinn að skera grænmeti í matarpakkann minn. Ég sýð líka núðlur, steiki egg og geri allskonar í eldhúsinu.

En það er gaman að segja frá því að enn þann dag í dag er ég að reka mig á einhver heimilis störf eða eldhústækni sem að ég hef ekki ennþá komist í tæri við.

Játning dagsins er þessvegna eftirfarandi:
Ég er tuttugu og tveggja ára og ég hef aldrei soðið hrísgrjón fyrr en í dag.

BÚMM.
Ég er ekki feimin við að viðurkenna þetta.

Málið er að þegar ég hef búið á öðrum stað en heima hjá móður minni þá hefur alltaf verið einhver sem kann “erfiðu” hlutina. Ég bjó á Grikklandi í þrjá mánuði með Bjarna Rúnars góðum félaga og þá kom ekki annað til greina en að hann væri að sjóða og steikja. Ég bara skar og lagði á borð. Var líka djöfulli góð í því. Ég var í lýðháskóla einnig, þá var þetta fína mötuneyti sem að eldaði tvær heitar og ökólógískar máltíðir á dag og ég naut góðs af því, jafnvel of vel því að allur þessi ökólógiski matur endaði á afturendanum á mér, ökó rass. Seinna meir hef ég búskap með Álfheiði Björk og hún er bara svona helvíti lagleg í eldhúsinu, steikti eins og ég veit ekki hvað og sauð eins og herforingi. Ég skar bara grænmetið og lagði á borð, enda hafði ég mikla reynslu af því svo það kom ekki annað til greina.

En í dag sauð ég hrísgrjón alveg sjálf. Og þau voru grófkorna í þokkabót. Bara tók þau úr pakkanum, smellti í pott og svo voru þau tilbúin.

Þetta minnir mig á gamla tíma þegar ég var bjór á Grikklandi með Bjarna. Ég finn mig knúna til þess að setja inn myndband sem að ég sór að ég myndi ekki sýna nokkurri manneskju. En ég er komin yfir þessa feimni og læt það flakka.

Bjarni ég sakna þín, þú kenndir mér svo margt á Grikklandi. Annan eins lærimeistara hef ég aldrei haft. Takk fyrir.

ÞETTA er fyrir þig (og aðra óreynda sem hafa viljann til að læra)!

 

Meistari Katrín

Share Post :

More Posts

3 Comments

 • árný fjóla
  2nd October 2012 at 9:30 pm 

  ELSKA ÞETTA MYNDBAND (og hæfni þína í eldhúsinu, sem slær mig reyndar út áf hverjum degi miðað við hollustulýsingar)

 • Álfheiður Björk
  2nd October 2012 at 9:31 pm 

  Ég er stolt af þér Katrín! hef sjáldan hlegið eins mikið og þegar ég sá þetta myndband forðum daga. Þú tókst nú hamförum í Otrateignum þegar kom að metseld og því miður gafst ekki tími né tækifæri til að kenna þér að sjóða hrísgrjón. Samt besta móment sem ég man eftir þegar þú panikaðir af því það fór óvart bleikur brjóstahaldari með nærfötunum þínum og þú varst alveg viss um að allt yfrði bleikt 🙂

 • katrinaagestad
  2nd October 2012 at 10:00 pm 

  Já takk fyrir takk, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Hver dagur er ævintýri. Og Álfheiður, ég set ennþá í bleika vél, bara svo ég geti sofið á nóttunni.

Hey! comments are closed.