Klippum fötin okkar fólk!

Sem námsmaður í einkaskóla í Kaupmannahöfn veð ég ekkert í peningum.
En það er sko bara allt í lagi.
Ég get samt verið í tízku.

Þökk sé pinterest er ég mikið innblásin af DIY (do it yourself) þessa dagana og tók mig til áðan og breytti tveimur bolum sem ég er nánast hætt að nota til hins betra. Þeir fengu framhaldslíf og ég fékk tvær nýjar flíkur. Þetta er náttúrulega bara win-win dæmi.

DEATH TÆTLU BOLUR

Þetta er Death bolur sem ég splæsti í árið 2006. Þá var ég svakaleg rokk skvísa og fannst alveg tilvalið að eyða peningunum mínum í tízkuflík. Ég elskaði þennan bol í fimm ár þangað til að það voru komnir gulir blettir undir hendurnar (ég var svona sveitt rokk pía). Þá klippti ég bara ermarnar af honum og hann fékk nýjan tilgang. Og núna enn og aftur endurfæðist þessi elska og er komin í tætlur, Tízku tætlur samt sem áður.

Þetta er ekki flókið mál ef það er einhver sem vill gera slíkt hið sama. Ég klippti faldinn af að neðan og klippti svo upp í rétta hæð allan hringinn. Síðan togar maður í tætlurnar svo þær verði svona smá krullaðar.

BUNDINN MAGA TÍZKU BOLUR

Næsta mál var bolur sem ég fékk í afmælisgjöf þegar ég varð nítján. Þá var ég ennþá rokk skvísa sýnist mér, eða meira dottin í smá emo pakka ég veit það ekki alveg. En ég var í þessum bol títt en svo endaði hann inní skáp. Hann lifði þó af allar skápshreinsanir hingað til og núna á hann eftir að fljúga í gegnum næstu.

Svona gerði ég.

Þetta er fyrir. Þarna liggur hann í sakleysi sínu og ég munda skærin.

BÚMM. Þarna er ég búin að klippa burt hálsmálið, ermar og nánast helminginn af bolnum. Ég skil eftir að framan tvo þríhyrninga sem lafa niður sem ég nota svo til að binda saman.

Bingó bangó ég á nýjan bol sem er sko engin tuska!
Það þýðir sko ekki að vera bara græn í eldhúsinu. Recykle út í hið óendanlega!

Recykle er víst hið nýja cykle hérna í Danmörku.

Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

4 Comments

 • Sólveig Sara
  24th September 2012 at 10:08 pm 

  Töffara Katrín! Mig minnir að ég hafi verið með þegar þú keyptir hvíta death bolinn, gaman af því 🙂 Flottar nýjar flíkur 😉

 • Elsie
  24th September 2012 at 11:41 pm 

  Úúúú þetta er flott og þú ert flott! 🙂

 • Bibib
  25th September 2012 at 2:47 pm 

  KÚL!!!!!

 • Kristey
  26th September 2012 at 8:08 am 

  En þú sniðug

Hey! comments are closed.