Móðurskipið kemur til Köben

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá móður mína í heimsókn í heila viku.  Við vorum alveg agalega menningarlegar og flottar á því, drukkum kaffi og hvítvín og tuðuðum næstum ekkert í hvorri annarri. Kvaddi hana svo með tárin í augunum á Kastrup og finnst alveg agalegt að ég sé mögulega ekki að fara að hitta hana fyrr en um jólin.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Borðuðum á Bio Mio í Kødbyen fyrsta kvöldið. Mamma náði að vera grænmetisæta í einn dag. Fengum líka gæðabjór frá Nørrebro Bryghus.

Processed with VSCOcam with b1 preset

Fyrstu tveir dagarnir fóru í búðarráp og ég mátaði í kring um 50 buxur sem að pössuðu ekki á mig. Alltaf jafn gaman í búðum. En mamma náði að versla helling.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Við mamma vorum duglegar að æfa okkur í  að taka sjálfsmyndir.

Processed with VSCOcam with b5 preset

Mamma og Sigrún flottar á því með engiferskot. Ég að draga mömmu í ökológískan djúsaðan lífsstíl með ágætis árangri.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with m3 preset

Kanaltúr eins og alvöru íslenskir túristar!

Processed with VSCOcam with t1 preset

Processed with VSCOcam with t1 preset

Nyhavn í steikjandi sól.

Processed with VSCOcam with g3 preset

Endalaust verið að troða í sig. Mamma með beikon þarna og búin að gefa grænmetisætu lífsstílinn upp á bátinn.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég og Sigga Squat reffilegar!

Processed with VSCOcam with c1 preset

Vor Frelser Kirke. Ég og mamma drösluðumst upp 400 tröppur og nutum útsýnisins frá turninum.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Skruppum í biografen á íslenska mynd.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Hross í Oss sem daninn kýs að kalla Om Heste og Mænd.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Stutt stopp á Malbec vinbar að heimsækja Höllu í vinnuna.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Fleiri tröppur fyrir okkur. Fórum til Helsingør og kíktum á Kronborg Slottið sem að er sögusvið Hamlet.

Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Í kjallaranum þar sem hermennirnir kúrðu.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Mamma eins og drottning í herbergi drottningarinnar.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Sjálfsmynd í danssalnum í slottinu. Þetta var stærsti danssalur í allri evrópu á sínum tíma. Partíin sem voru haldin þarna stóðu yfirleitt í þrjá daga. Í hvert skipti sem kóngurinn skálaði þá var fyrst barið á trommur, svo blásið í lúðra og það var kjúið fyrir fallbyssuskotin, þannig allir í bænum vissu að kóngurinn væri ennþá í fullu fjöri.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Næst var förinni heitið í Louisiana safnið.

Processed with VSCOcam with b1 presetProcessed with VSCOcam with b1 preset Processed with VSCOcam with b1 preset  Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with c1 preset

Við móðir fundum okkur í speglaskúlptúr og það var stórt tilefni til sjálfsmynda.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with g3 preset

Gullfalleg náttúra á Louisiana safninu.

Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with g3 preset

Ein af mörgum rólegheitastundum úti í garði með kaffi og krossgátu.

Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Tilvalið að enda þetta á heilræði.

Hvet svo alla til að hætta að gera sama sama skítinn og koma og heimsækja mig til Köben!

Takk fyrir besög mamma!

 

Sæl að sinni,
Katrín

Share Post :

More Posts

1 Comment

  • munda kristin aagestad
    10th August 2014 at 3:14 pm 

    Takk fyrir mig elsku besta – þetta var frábær ferð 🙂

Hey! comments are closed.