Morð á Birkegade

Ástkær vinur er fallinn frá.
Framið var morð aðfaranótt sunnudags. Fórnarlambið var þunnt eins og kristall, langleggja og með straumlínulagaðan búk. Viðkvæm vera og með mikið af tilfinningum. Hefur smekk fyrir góðu rauðvíni.

DSC_0367DSC_0369DSC_0371

Eins og glögglega má sjá er umrætt fórnarlamb rauðvínsglasið mitt. Á seinustu myndinni er búi að koma því fyrir í líkpoka. Skelfileg örlög.

Og bara svo það sé á hreinu þá er þetta ekki neitt djók blogg þar sem ég er að vera rosa sniðug og persónugera vínglasið mitt og vera fyndin. Þetta er enginn brandari. Ég tók þessu mjög persónulega og er ennþá að jafna mig á atvikinu. Þannig í staðin fyrir að þetta sé eitthvað djók blogg sem allir hlægja yfir þá er þetta meira eins og minningargrein.

Þær eru margar minningarnar sem koma upp í kollinn þegar ég hugsa um minn fallna vin. Gleðistundir og sorgarstundir. Ég drakk úr þér rauðvín þegar ég komst ekki inn í LHÍ og þú huggaðir mig og svo snerist gæfan okkur í hag og ég saup úr þér dýrindis rauðvín þegar við komumst inn í Holberg. Þvílík gleði. Ég man líka þegar þú komst til mín fyrst. Þá varstu innpakkaður og í traustum höndum. Þú varst innflutningsgjöfin mín. Ég hafði náð þeim stóra áfanga að standa á eigin fótum, fara í háskóla og leigja íbúð í höfuðborginni og þarna varst þú kominn, það var eins og engill hefði sent þig. Það var Hrefna sem kom með þig inn í líf mitt og núna ertu farinn. Allt vín verður gott í þínu glasi og þú gerir heiminn fallegri. Það verður erfitt að finna staðgengil. Það verður ómögulegt. Minning þín mun lifa að eilífu. Takk fyrir allt. Þú ert og munt verða eini sálufélagi minn.

DSC_0372

Með fylgja nokkrar myndir
R.I.P

DSC_0135

 

Okkar fyrsti fundur.

DSC_0237

Þvílíkar gleðistundir í kjallaranum.

hædanmörk

Við að fagna því að við séum að fara að flytja til Kaupmannahafnar.

 

Með sorg í hjarta.
Katrín

 

Share Post :

More Posts

5 Comments

 • Bjarni Rúnars
  10th February 2013 at 6:20 pm 

  innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum :´(

 • munda kristin aagestad
  10th February 2013 at 7:45 pm 

  ..fínt að fá sér bara mjólkurglas (þau eru þykk) og drekka mjólk (hún er holl) 😉

 • Álfheiður Björk
  10th February 2013 at 8:21 pm 

  Jesús þvílík sorg. Nú er tvíburinn bara einsamall og mun ekki eiga endurfund með bróður sínum. Ég samhryggist ;(

 • katrinaagestad
  10th February 2013 at 11:05 pm 

  Ég þakka hlýhuginn. Já það verður bara mjólk og eplasafi það sem eftir lifir.

 • Hrefna Sig
  8th August 2013 at 1:58 pm 

  minningargrein sem ég á að vera löngu búin að lesa. Lengi lifi minningin og ég held í vonina að glasið muni endurfæðast 🙂

Hey! comments are closed.