Morgunstund í boði Katrínar

Í gærkvöldið leit ég inn í ísskápinn. Hillan mín var troðin af mat. Það fór mjög illa um tómatana og áleggið var staflað hvað ofaná annað. Þetta var óhamingjusamur matur sem að lifði full þröngt. Þessi matur á betra skilið, hugsaði ég.

Það er aðeins eitt sem ég get gert.

Ég verð að drekka allan bjórinn.

 

Í morgun vaknaði ég ekki beint í besta ástandinu eins og gengur og gerist á laugardagsmorgnum. Ástandið á mér í gærnótt þegar ég og Sif ráfuðum inn um dyrnar var áhugavert. Ég hafði staulast í SevenEleven og fjárfest í nætursnarli af undarlegri kantinum. Chai latte, pakki af oreo kexi og tvö skildepadde súkkulaðistykki. Af einhverjum völdum hafði ég gleymt hvernig íslenska hljómaði og talaði bara flöðene dönsku. Með matarpakkann minn og röflandi á dönsku skreið ég uppí rúm og sofnaði yfir þætti.

Þegar ég vaknaði í morgun þá hafði ég engin háleit markmið fyrir daginn. Í mesta lagi horfa á þátt, fara útí garð og lesa eða aðra eins áreynslulausa afþreyingu. Ég fór inná klósett og þreif á mér andlitið, fór í ísskápinn og náði í vatn og fór aftur inn í svefnherbergi og var að gera mig andlega tilbúna fyrir þynnkukúr.

EN!

Ég lít út um gluggann. OH LORD. Það er laugardagur. Við vitum öll hvað það þýðir.

Ég sé að gatan er óðum að fyllast af fólki sem er desperate og vill selja hlutina sína fyrir slikk og ingenting. Ég horfi á allt fólkið streyma inn götuna. Þarna er fólk sem hefur ekki pláss fyrir hlutina sína, fólks sem er að flytja, fólk sem vill breyta til hjá sér, fólk sem passar ekki lengur í fötin sín og jafnvel dópistar sem vilja selja allt sem þeir eiga til að eiga fyrir næsta skammti. Já og ég vil sko kaupa. Ég yfirgef vatnsglasið mitt, hendi mér í föt og hleyp út eins og vindurinn með von í hjarta um að gera kaup lífs míns.

Og viti menn. Fyrir hádegi á laugardegi er ég búin að gera bestu kaup sem ég hef gert í þessri viku.

Háklassa örbylgjuofn, dýrari týpan. DAEWOO KOG-37Dp. Þetta er sko engin tuska og þessa elsku fékk ég á litlar 100DKK. Hann glansar og ég finn það á mér að við eigum eftir að eiga ánægjulegar stundir saman.

Ekki nóg með það þá rakst ég líka á Mænder Der Hader Kvinder tríologíuna eftir meistara Stieg Larsson og fékk það á skitnar 60DKK. Ég var ekki lengi að dúndra dönsku seðlunum mínu á skvísuna sem vildi selja og segja tusind tak.

Ég keypti enn einn helvítis hattinn. Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig. En þessi hattur er loðinn og mjög stór og á eftir að hlýja toppstykkinu á mér í allan vetur. Eins gott að hafa það í lagi en ekki gaddfreðið og í ólagi. Þannig ég verð með pokarottu eða bjarnarhún á hausnum í allan vetur.

 

Hér höfum við Höllu alt muligt man með námsmanna hamarinn að græja fyrir loka hlutinn sem við fengum á loppemarket í dag.

 

Píluspjald með þremur lukkulegum pílum. Ein á mann. Þetta píluspjald og pílur verða notaðar í þeim tilgangi að taka erfiðar ákvarðanir sem koma upp á borð hjá okkur. Sú sem hittir verst þarf að gera það sem upp á er spilað. Mjög fair og solid leið fyrir átakanlegar ákvarðanir og á eftir að koma í veg fyrir ákvarðanatöku kvíða og streitu.

Morgun stund gefur gull í mund. Þetta er fallegur dagur. Eigið góðan dag.

Kaupmannahafnar K

 

Share Post :

More Posts

1 Comment

  • Elsie
    6th September 2012 at 12:05 am 

    Ég ætla að vona að bjarnarhúnninn sé sko engin túskaa!

Hey! comments are closed.