Mottó dagsins: Mublur eru mikilvægar

Kæru vinir. Það sem ég vil predika um í dag er hvað mublur eru vanmetnar. Við gefum því ekki nægan gaum hversu mikla gleði einn stóll getur gefið manni. Bara það að fá að sitja uppréttur eru forréttindi, hvað þá að fá að sitja við borð. Það er lúxus sem ég get ekki einu sinni ímyndað mér á stundu sem þessari.

Við borðuðum fyrsta morgunverðinn okkar á gólfinu og notuðum pappakassa utan af vindsæng sem borð.

Image

 

Fyrst að ég er að minnast á þessa vindsængurtusku þá var hún vonbrigði miðvikudagsins. Ég og Sif vöknuðum með alla líkamsparta neglda við gólfið eftir fyrstu nóttina. En þá hafði vindsængin brugðist okkur og allt loft var úr henni. Þannig það var bara vöðvabólga og eitthvað sem virtist vera byrjunarstig á kryppu. En við dóum ekki ráðalausar og stauluðumst beyglaðar og skakkar niðrí JYSK eina ferðina enn og fengum nýja vindsæng sem stóðst gæðakröfur í nóttina eftir.

Í gær var ráp um Kaupmannahöfn, aðeins kíkt í H&M og svo kaupa í matinn.

Við höfðum housewarming partí og buðum krökkum úr bekknum okkar heim. Allir nokkuð hressir miðað við að þurfa að sitja á gólfinu. Fólk var vinsamlegast beðið um að koma með púða með sér.

ImageImageImageImage

Image

Fanta fín teitis íbúð I must say.

 

En að svo stöddu erum við Sif á Laundromat að hunta hjól á netinu. Erum að hringja út eins og brjálæðingar. Það er nefnilega alveg glatað að vera ekki á hjóli hérna, erum komnar með nóg af því að labba á milli. Fórum í einhverja hjólabúð áðan og þá var einhver Indverji að reyna að svindla á okkur afþví við erum útlendingar. Manntuskan ætlaði að pranga inn á okkur þriggja gíra hjóli á 1000DDK en við vitum vel eftir rannsókn okkar á hjólamarkaðinum á internetinu að það er vel hægt að fjárfesta í þriggja gíra fáki á 600DDK. Og hana nú, við gætum endað á því að prútta við þennan mann.

Það helsta sem vantar þessa stundina: Rúm, borð, stólar, svefnsófi, hnífapör, pottur, kommóða og margt margt fleira. Ef þetta kemur sér til skila þá verðum við fanta góðar á því.

Það verður flóamarkaður á morgun þannig það er aldrei að vita nema maður dragi eitthvað með sér heim í búið.

Elskiði mublurnar ykkar, þakkið rúminu ykkar fyrir vel unnin störf og gilliði stólinn sem þið sitjið á. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir.

Ást og friður

Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

3 Comments

 • Anna Gína
  24th August 2012 at 4:58 pm 

  Æ þú ert svo frábær frænka,:) Gangi ykkur vel á morgun í húsgagnaleitinni:):)

 • katrinaagestad
  24th August 2012 at 5:05 pm 

  Takk fyrir elsku frænka, ekki veitir af!

 • Árný Fjóla Ásmundsdóttir
  24th August 2012 at 5:39 pm 

  sakanðín, hafðu gott í stóra danmörkunni

Hey! comments are closed.