Ó venjulega líf

Andinn hefur verið fjarverandi.

Andinn hefur haldið sig mikið í skólanum, enda er ég alla daga í skólanum og hann fylgir mér.
Ég er reyndar líka í skólanum þegar ég er ekki skólanum því þegar ég er ekki í skólanum er ég oftar en ekki að hugsa um skólann.

Andinn ákvað líka að yfirgefa mig því núna er einmitt komið það tímabil þegar allt í hinu æsispennandi og glænýja Kaupmannahafnar lífi er orðið frekar venjulegt.

Það þykir ekki lengur til tíðinda að ég hafi keypt mér eitthvað húsgagn eða burðast með eitthvað þungt upp stiganganginn og svitnað. Það er líka orðinn partur af daglega lífinu að fá blöðrur á tærnar og marbletti á hina ýmsu staði á líkamanum. Það er ekkert hægt að blogga neitt meira um það. Svo er grænmeti líka orðið venjulegt. Fékk mér einhvern spínat hristing í kvöldmatinn og keypti kúrbít í gær. Það þykir ekkert spennandi lengur. Svo fæ ég mér hafragraut á morgnanna og mér er stundum kalt. Ég nota þvottavél einu sinni í viku og vaska upp eftir mig. Ég hjóla í skólann og á aðra staði og ég sendi bréf í dag. Þegar meistaramánuður var búinn keypti ég mér bláberja muffins og hún var bragðgóð.

Kannski er ég bara orðin léleg í að finna fegurðina í venjulegu hlutunum.

Ég fékk samt tuborg julebryg og jólahúfu síðasta föstudag. Það hefur aldrei gerst áður.

Sko.

Það er ennþá eitthvað nýtt að gerast.

Ég tek til baka allt sem ég sagði.

 

Óvenjuleg kveðja
Kaupmannahafnar Katrín.

Share Post :

More Posts

2 Comments

  • Berglind
    5th November 2012 at 9:43 pm 

    Bráðum verður allt jólajóla og þá verður allt “nýtt” aftur..

  • munda kristin aagestad
    5th November 2012 at 10:31 pm 

    Galdurinn er kannski bara að gera venjulegt óvenjulegt……

Hey! comments are closed.