Pimp My Ride – Reol Style

Í fríinu er ég ekki Katrín. Ég er innanhúshönnuður.
Sem nýlegur innanhúshönnuður hefur auga mitt gagnvart hversdagslegum hlutum aukist og ég sé tækifæri í hverju horni.
Eða eitthvað svoleiðis.

Ég skellti mér allavega á flóamarkað og gerði kosta kaup eins og gengur og gerist þegar maður fer á flóamarkað. Ég var grimm í prúttinu og endaði með gamaldags náttborð úr dökkum við (sem reyndar byrjaði að leka til þegar ég fór með það heim á hjólinu í rigningu) og bláa hillu sem ég keypti af einhverjum ævintýra manninum. Maðurinn hafði hjólað hringinn í kring um Ísland og ég veit ekki hvað og hvað og við bonduðum alveg helling.

Hér er hillan.


Að svo stöddu lúkkar þessi hilla alveg ágætlega.
Ég ákvað að taka hilluna skrefinu lengra.

I bring you:
Pimp My Ride – Reol Style.
(Reol þýðir hilla á dönsku)

Í þetta verkefni var ég með þrjá pimpaða hluti sem ég pimpaði á hilluna.


Forláta snagar sem ég keypti í Tiger. Nashyrningur og belja. Sem innanhúshönnuður þá hefur þetta líklega einhverja djúpa merkingu. Ég er ekki viss um hvort þetta val á snögum endurspegli sálartetur mitt en ég vil vissulega vera sterk sem nashyrningur og ég vil alls ekki vera belja. Þannig þetta táknar þá bara baráttu mína á milli þessa tveggja afla. Það er voða flott bara.


Sko þessi gaf út plötu og er ekki í bol innanundir peysunni sinni. Bringuhárin lofa góðu og mottan er vissulega dýrslegs eðlis. Jan Groth mætti alveg vera kærastinn minn. Við gætum týnt okkur í Circle of Love og aldrei komið til baka. Sem innanhúshönnuður þá táknar þetta dýrslegt eðli hönnuðar og sambandsleysi við tísku og strauma.

ÞÁ ER BARA AÐ HEFJAST HANDA


Ég notaði málband til að mæla. Tvo nagla og námsmanna hamarinn okkar sem sést þarna á bakvið (spítan sem við fundum einu sinni sem nú hefur hlutverk hamars). Svo negldi ég nagla og hengdi dýrin á.


Þá lýtur þetta svona helvíti vel á. Jan Groth var orðinn óþreyjufullur svo ég henti honum upp líka.


Ég á ekki mynd af herlegheitunum saman því þetta var gert í sitthvoru lagi. Þvílíkt og annað eins klúður.


En ég semsagt gerði mitt besta til að vera innanhúshönnuður. Ég lét málband um hálsinn á mér og blýant í eyrað, mundaði námsmannahamarinn og lét eins og ég væri með einhverja svakalega hugsun í gangi.

Svo bíð ég bara eftir að Innlit Útlit hringi í mig.

Ókei bæ.

Innanhúshönnuðurinn.

Share Post :

More Posts