Sjö hlutir sem gerðust í dag

1.
Ég borðaði hafragraut með kanil, rúsínum, graskersfræum svo lét ég smá mjólk yfir. Mér fannst það gott.

2.
Ég setti fætur á rúmið mitt og notaði skiptilykil við það, þannig mér líður ekki lengur eins og kínakonu sem sefur á mottu með andlitið í gólfinu.

3.
Ég sá Ingu Maríu nakta í sturtu í skólanum. Hún veit ekki að ég sá hana. Þetta var óvart sko, ég er ekki sturtu pervert. Ég var að labba fram hjá sturtunum og það var ekki nógu vel loka fyrir hennar sturtuklefa.

4.
Ég breytti facebook-inu mínu yfir á dönsku. Núna synes jeg godt um allskonar og fer á startside til að sjá hvað er að frétta.

5.
Ég fékk mér göngutúr á Gísla.

6.
Mér að miklum óvörum datt tánöglin mín af í miðjum tíma. Við vorum að ræða mjög mikilvæg mál og þá bara svona hrekkur nöglin af mér. Ég vildi ekki trufla tímann og vera með vesen þannig ég setti hana í pennaveskið mitt.

7.
Ég bjó til ostafyllta ommilettu. Ég kýs að kalla það ostilettu.

Allar spurningar og vangaveltur vel þegnar.
Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

7 Comments

 • Álfheiður Björk
  20th September 2012 at 5:51 pm 

  ok hvar á ég að byrja…. hver eða hvað er Gísli? viltu vinsamlegast taka tánöglina úr pennaveskinu þínu…þetta er ógeðslegt haha!!! ogg…þú kíktir pottþétt viljandi á hana í sturtu!! sá þig alveg kíkja á mig í Holuni sko 😛 🙂

 • Steinunn Anna
  20th September 2012 at 8:41 pm 

  Ég las öll bloggin þín í einni bendu og ég sakna þín ferlega við að lesa þau! Gaman að sjá að þið eruð að lifa lífinu þarna úti 🙂
  Og þú ert fyndin!

 • Fugl
  20th September 2012 at 9:26 pm 

  AHAHAH katrin þessi tánögl!!

 • katrinaagestad
  20th September 2012 at 10:10 pm 

  Álfheiður: Gísli er bekkjarbróðir minn, ég fékk mér göngutúr á bakinu á honum í pásu áðan. Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það en tánöglin er ennþá í pennaveskinu, ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að fjarlægja hana, svo tengi ég líka við hana tilfinningalega því hún byrjaði að losna eftir hálfmaraþonið. Varðandi sturtuna þá var þetta óvart en þetta var óvænt ánægja því Inga María er ekki af verri endanum (módel fitness pía). Þú veist líka hvað ég er pervertísk Álfheiður mín.
  Steinunn ég sakna þín líka ferlega 🙂

 • Gísli "Hvað" Gíslason
  22nd September 2012 at 5:27 pm 

  Ég kýs að hér eftir, þegar um mig er rætt, þá verður sagt hvað. Tánöglin má samt ekki fara úr pennaveskinu, nema kannski til að fara ofan í litla krukku með formalíni og svo aftur ofan í pennaveskið! Svo þegar þú vinnur Grímuna eða Óskarinn eða ferð til Jay Leno, þá tekurðu hana með!

 • Berglind
  23rd September 2012 at 10:04 pm 

  ojj..ojjj..OJJ!! Af hverju dettur tánöglin af þér bara sísvona?

 • katrinaagestad
  23rd September 2012 at 10:16 pm 

  Haha það er afþví ég hljóp hálfmaraþon í ágúst og hún er búin að vera eitthvað vafasöm síðan, svo ákvað hún bara að hrökkva af í miðjum dramatíma.

Hey! comments are closed.