Sveitta Kaupmannahöfn

Já! Það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan á sunnudaginn.

Ég byrjaði í skólanum mínum á mánudaginn sem að er frekar hellað stöff. Er að átta mig á því aftur og aftur á hverjum degi að ég er í skóla að læra leiklist. Ekki á leiklistarnámskeiði sem ég tek með öðru námi eða sumarnámskeiði um sumar sem þýðir að ég þarf að redda vinnunni minni endalaust og ekki í skólaleikriti sem tekur allan tímann frá námi og öðru. Ég er í skóla frá átta til fjögur að læra leiklist og bara leiklist og öll orkan mín og einbeiting fer í það. Hellað stöff það.

Skólinn er bara snilld. Krakkarnir í skólanum eru líka ekkert nema almennilegir og þetta er bara frekar sweet aðstaða. Okkur var hent beint útí djúpu laugina. Við vorum pöruð saman tvö og tvö og fengum núll-texta (texti þar sem aðstæður og karakterar eru ekki gefin þ.e. við eigum að ákveða allt það) og eigum að sýna þessa senu fyrir framan allan skólann, nemendur og starfsfólk, á föstudaginn eftir viku. Sjæse. Þannig fyrirkomulagið fyrstu tvær vikurnar er skóli hálfan daginn og senuvinna hinn helminginn af deginum. Fallegt og gott.

Svo eru tímarnir verulega krefjandi. Við erum ekkert í hoppu skopp nafnaleikja dúlli. Í dag labbaði ég í stefnur í einn og hálfan klukkutíma ef ekki meira og það lak af okkur svitinn af einbeitingu.

En svo ég tali nú aðeins um svita.

Ég er búin að vera mega sveitt í þessari viku (næs Katrín, talaðu bara um svitann þinn).

Mánudagur:
Eftir skóla fórum ég og Sif í enn einn ævintýraleiðangurinn. Ég ætla ekkert mikið að ræða þennan leiðangur enda hef ég tala mikið um ævintýraleiðangra undanfarið (það er reyndar það helsta sem við gerum þessa dagana) en þessi leiðangur endaði með að Sif fékk hjól á mjög lítinn pening og við keyptum IKEA kommóðu sem við bárum heim og það var mjög erfitt og við svitnuðum og fengum blöðrur á hendurnar.

Sif með fákinn sinn. Fríkeipis tryllitæki. Það þurfti bara að skipta um slöngu og splæsa í lás svo að elskunni verði ekki hnuplað.

Hér höfum við Sif aftur með djöfla kommóðuna sem er þyngri en hún lúkkar. Það er ekki mynd af mér því ég bráðnaði og dó eftir þetta.

Í sömu ferð fengum við þessa bleiku elsku sem er þarna í miðjunni. Alveg ókeypis dúlla. Við reiddum þetta plast heim á hjólinu.

Þriðjudagur:
Ég svitnað í skólanum. Það var næs.

Miðvikudagur:
Við svitnuðum eins og grísir að fara í slátrun. Stóri flutningadagurinn. Við vöknuðum þennan morguninn á vindsængum eins og vaninn er hjá okkur í Kaupmannahöfn. En um kvöldið festum við svefn allar í sitthvoru rúminu. Ó þvílík paradís.

En inngöngu miðinn í paradís er rándýr.

Þennan dag þá bárum við þrjú rúm af stærri gerðinni (öll sótt á mismunandi heimilisföng) sem voru á þriðju hæð eða ofar, bárum þau inn í bíl og svo upp á þriðju hæð þar sem við búum. Svo ég tali nú ekki um einn fataskáp, fullt af kössum með eldhúsáhöldum, of stóra hillu og margt annað drasl eins og eldhúsborð og stóla. Það var nú meira fjörið (þessa setningu má endilega lesa í kaldhæðni).

Við urðum verulega ljótar eftir flutningana.

En við erum samt sniðugar.

Og sviti fer bara sumum mjög vel!

Fimmtudagur:
Eins og áður sagði svitnaði ég í tíma við að labba í stefnur og vera einbeitt og allur pakkinn.

En ég er nú búin að hjóla töluvert síðan ég fékk hjólið mitt og mér finnst alls ekkert undarlegt að ég hafi ekki séð einn Dana í yfirvigt. Ég er oftar en ekki mjög sveitt á hjólinu og það tekur á, ég er að segja ykkur það! Svo er allt lífrænt í búðunum. Svo það er engin furða að Danir séu hraustir og líti almennt príðilega út. Ég las líka pistil á einhverri skvísu síðunni um daginn að bjór er mjög góður fyrir mann. Það er ábyggilega fegurðarleyndarmál sem Danir hafa legið á öldum saman.

http://www.worktrotter.dk/component/content/article/20.html

Á ofangreindum link má sjá hjóla-umferðar-reglur í Danmörku. Það eru allskyns handa bendingar og margar reglur um hvernar má og ekki má hjóla og yfir hvað og hvað ekki og hver er í rétti og hver ekki. Ég vildi óska að ég hefði séð þetta aðeins fyrr því oftar en ekki er umræddur hjólasviti sprottinn af geðshræringu því ég hef næstum stútað mér í umferðinni (ég fer samt varlega mamma og pabbi, óttist ekki).

Að lokum er svo enn meiri sviti. Síðasti svitinn ef að svo má að orði komast. Við stelpurnar erum nefnilega að fara að vera sjálfboðaliðar á tónlistarfestivali hérna í Köben sem heitir Trailerpark Festival. Frekar sveitt nafn. Og þetta verður eflaust frekar sveitt hátíð. En það er ekkert nema gott.

Ég vil biðjast velvirðingar á svita umræðunni, hún flokkast kannski undir too much information. En mér er sama.

Fallegt og gott.

Þangað til næst.

Kaupmannarkafnar K

Share Post :

More Posts

4 Comments

 • munda kristin aagestad
  30th August 2012 at 9:18 pm 

  Sveitta líf, alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Það hefur aldeilis bæst í búið hjá ykkur 🙂 Vonandi dregur úr svitanum eftir alla flutningana og passssaðu þig í umferðinni 😉

 • Þuríður Blær Jóhannsdóttir
  30th August 2012 at 10:09 pm 

  Haha! Elsku Katrín. Mikið hljómar þetta vel! Ég sakna ykkar og hnyttninnar þinnar, maður skellihlær yfir þessu bloggi! Og Halla Marín er svo mikil dama á myndunum.

 • Elsie
  31st August 2012 at 10:49 pm 

  Vá ég svitnaði bara við að lesa þetta! 8|

 • katrinaagestad
  1st September 2012 at 2:16 pm 

  Haha já mútta það er sko alltaf að bætast í búið, þetta fer að verða nokkuð heimilislegt bara. Ég sakna þín líka Blær mín, það er vonandi gaman hjá þér í skólanum einhvernvegin efast ég ekki um það 🙂

  Elsie ég finn svitalyktina hingað góða mín!

Hey! comments are closed.