Kaffi og Stuart og Tíminn og Vatnið

Það er svo mikið að gera að ég gleymi stundum að anda.

Er búin að vera alla vikuna í workshop vinnu með Stuart Lynch sem að er snillingur. Og á morgun erum við að fara að sýna í sex tíma án afláts og ég gæti pissað smá í buxurnar ég er svo spennt.

Við höfum verið að vinna með TST (Theatre Switch Training). Stuart Lynch hefur þetta að segja um það.

The connections between our mental and physical self takes place subjectively within Time and Space. The understanding and exploration of this relationship without prejudice or precondition develops and refines a performers knowledge and ability. In this way the artist begins to experience their own presence as something that can be taken-up or taken-down in much the same way as an amplifier controls volume. In this way the artist becomes both a transmitter and receiver, able to tune into not only their role and actions but also the audience

En ég ætla að þrusa hérna mynd af glósubókinni minni til nánari útskýringa.

Þetta er í sjálfu sér stöðvavinna. Við vinnum í ákveðið margar mínútur á hverri stöð og svo förum við á næstu. Það hafa yfirleitt verið fjórar stöðvar og þá eru fjórir saman í hóp sem að skipta með sér stöðvunum. Á tímapunkti breytast reglurnar og kerfið fer að brotna niður og þetta endar oftar en ekki í múgæsingi en síðan róast þetta aftur og fer í fastar skorður eins og við byrjuðum á.

Það allra fyrsta sem við gerðum með Stuart var að fara í fjóra hópa og hver hópur stillti sér upp við vegg. Við áttum að hlaupa á staðnum í mínútu og gera Bisoku í mínútu (það er að ganga í slow motion og nota the lock, þ.e. að spenna spöngina til að fá meiri grounding og jafnvægi). Við áttum að gera þetta í hálftíma. Það er þetta sem heitir TST#1 Bisoku Sprint á myndinni af glósunum.

TST#4 gerðum við í frekar langan tíma líka og höfðum bara mínútu fyrir hverja stöð. Það var ótrúlega erfitt að rjúka úr samviskubiti í hamingju á einu augnabliki. En þetta er hellað gaman.

Image

Eftir tíma í dag fórum við að tala um nauðganir við Stuart (Gríma var að kenna mér og Sif jiu jitsu brögð til að kæfa ofbeldismenn) og þá komumst við að því að konur í Afríku nota nauðgaravörn. Ég teiknaði mynd af því og fannst hún eiga það skilið að fá að fljóta með. Við kjósum að kalla þetta tæki penisjail.

Image

Ég keypti mér pressubolla og hef aldrei verið hamingjusamari með lífið. Fæ ferskasta kaffið í bænum á hverjum morgni. Blessi bollann amen.

En djöfull líður tíminn. Ég er að detta í viku efterårsferie og svo er kominn 20. október og þá er næstum nóvember og svo kemur 7. desember og þá er ég komin í jólafrí.

Helgaaaa, þetta voðalega hjól!
Hvaða hjól?
Tímans hjól!

Sá sem veit hvað ég er að kvóta í og getur sagt næstu línu vinnur.

Svo er vatnið í Kaupmannahöfn ekki gott.

Kær kveðja
Ég

Share Post :

More Posts

2 Comments

  • Bibib
    11th October 2012 at 10:53 pm 

    Djofull elska eg bloggid thitt Katrin.. Hjalpar mer lika ad sumera upp..TST, hljomar audvelt en thad er thad EKKI ! Whats up with this penis jail. Sjett

  • Steinunn Anna
    12th November 2012 at 10:02 pm 

    Er ég hrukkótt?

Hey! comments are closed.