Þriðjudagspælingar

Fríið er augljóslega búið hjá mér. Ég var komin heim klukkan átta í kvöld. Allt að gerast, fullt af heimanámi og allir hressir. Djöfull er ég hress.

Ég finn nú samt tíma til að pæla aðeins.
Ég var að pæla í þessu um daginn.

Samfélag er eins og bíll (hrikaleg viðlíking þarna á ferð). Það þurfa allir hlutar að virka svo að samfélagið gangi.

EN! Hversu margir hlutar eru í einu samfélagi?

Störfin eru allt of mörg og fjórum of fjölbreytt. Ef við tökum sjúkrahús sem dæmi þá eru heimilislæknar, skurðlæknar, húsvörður, skúringakonur, kvensjúkdómalæknar, hjúkrunarfræðingar, skurðhjúkrunarfræðinar, sálfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraflutningamenn, fólkið í móttökunni, meinatæknar og svo framvegis og svo framvegis. Ímyndið ykkur líka öll störfin á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Öll störfin á hóteli og veitingastöðum og öll hin þjónustustörfin og störfin í iðnaði. Það má komast svo að orði að það sé helvítis hellingur.

En er það ekki ótrúlega skrýtið að það sé til fólk sem að fyllir upp í öll þessi störf? Það er ekki til neitt starf sem að enginn vill vinna. Við erum fleiri en tíu í mínum vinahóp og við stefnum allar í sitthvora áttina. Engin ætlar að vinna við það sama. Starfsheitin hlaupa á þúsundum og það er til fólk sem er búið að læra og sérhæfa sig í að vera nákvæmlega þetta starfsheiti sem vantar upp á.

Afhverju vilja ekki allir verða lögfræðingar? Afhverju vilja ekki allir vinna í húsdýragarðinum?

Ég meina það læra flestir það sem þeir virkilega vilja læra. Afhverju vil ég verða leikkona og afhverju vill Berglind verða sálfræðingur?

Það eru sjö billjón manns í heiminum og enginn vill vinna við það sama. Þetta er of fullkomið. Þetta passar allt of vel.

Það er eitthvað grunsamlegt við þetta allt saman.

Think about it.

Nei bara að pæla.

Kaupmannahafnar K

Share Post :

More Posts

7 Comments

 • Gunnlaugur Bjarnason
  23rd October 2012 at 9:04 pm 

  Ég held nú að Durkheim hafi verið með mjög svipaðar hugmyndir um samfélagið…

 • Gunnlaugur Bjarnason
  23rd October 2012 at 9:05 pm 

  Þetta er samt annað sjónarhorn en svipaðar hugmyndir.

 • katrinaagestad
  23rd October 2012 at 9:21 pm 

  Það gæti verið að ég og nefndur Durkheim séum sálufélagar

 • Berglind
  23rd October 2012 at 9:30 pm 

  Góð pæling.. Ég hugsa mjög oft um þetta eftir að þú varst að pæla í þessu einhvern tímann í sumar..
  Held samt að það geti verið helvíti gaman að vinna í húsdýragarðinum! Sumarstarfið 2013?

 • katrinaagestad
  23rd October 2012 at 9:38 pm 

  Já klárlega Berglind, ég er einmitt með connections!

 • Elsie
  17th November 2012 at 4:55 pm 

  Haha það er svo gaman að lesa bloggið þitt aftur og aftur, sérstaklega ef það er eitthver aðskilnaðarkvíði í gangi!

 • katrinaagestad
  17th November 2012 at 5:04 pm 

  Haha elsku barn, ég kem brátt í arma þína

Hey! comments are closed.