Þunnudagur

Ó hvílík vika. Ég er eiginlega þunn eftir alla vikuna.

Allar gerðir af þynnku líka, það er búin að vera mikil keyrsla undanfarið.

Vikan sem leið var fyrsta „alvöru“ skólavikan, þ.e. stundatafla með dansi, söng, teater historie, drama og dynamisk krop. Mín líkamlega og vöðvalega þynnka stafar eingöngu af dynamisk krop tímunum. Magnið af svita sem lak af mér í tímanum var jafnt öllum flutningasvitanum samanlögðum og þessu fylgdu harðsperrur á hinum undarlegustu stöðum.

Lars er að kenna okkur þennan tíma. Hann er ein uppréttasta manneskja sem ég veit um og með heilbrigðustu líkamsstöðu sem sést hefur. Hans aðal áhersla þessa dagana er að gera okkur sem beinustu og tignarlegust. Rétta úr okkur og gefa okkur harðsperrur í alla milljón stoðvöðvana sem við höfum. Ég hef á tilfinningunni að ég verði nokkrum sentimetrum hærri um jólin, og hvað þá eftir þrjú ár.

En eftir vikuna vorum við öll frekar úldin á því. Eftir skóla á föstudaginn fór bróðurparturinn af bekknum (þá eingöngu íslendingar) í H&M. Eftir það hittumst við aftur og lögðum leið okkar heim til mín, pöntuðum pizzu og horfðum á friends. Svo var ég komin í rúmið um tíu leytið. Alveg brjálað föstudagskvöld.

EN Í gær hélt ég upp á afmælið mitt. Oh lord.

Fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Þið fáið bara myndir því þær segja þúsund orð.

Share Post :

More Posts