Týnda orð dagsins

Hæ.

Sko.

Ég og Halla uppgötvuðum eitt í dag sem að er dálítið undarlegt en á sama tíma sniðugt og óhugnanlegt jafnvel. Eða kannski ekkert mikið sérstakt og smá venjulegt. Samt alveg ekki.

Eins og áður hefur komið fram er dálítið vesen með salernið hjá okkur. Við stóðum í þeirri trú að ekki væri hægt að sturta niður en svo birti aðeins til þegar við notuðum það sem er á milli eyrnanna okkar og fundum út að við gátum opnað vatnskassann á klósettinu og togað þar í svo til gerða stöng í staðin fyrir að toga í það sem maður togar venjulega í til þess að sturta niður.

En stóra spurningin er!

Hvað heitir þessi hlutur eða partur af klósettinu sem maður togar í til þess að sturta niður?

Klósett togari?

Nei.

Sturtu niður gaur?

Nei.

Sturtari?

Nei.

Klósett handfang?

Nei.

WTF

Þessi hlutur á sér ekkert nafn.

Má það bara?

Er það alveg í lagi?

Og þá er jafnvel hægt að fara út í dýpri pælingar. Ef eitthvað á sér ekki nafn og það er ekki hægt að benda á það með einu orði, er það þá til? Erum við búin að vera að sturta niður eða erum við búin að vera að ýminda okkur það allan tímann? Höfum við lifað í blekkingu allt okkar líf og vöðum við í skít og hlandi án þess að taka eftir því?

HVER GLEYMDI AÐ SKÝRA ÞETTA DRASL?

HVER BER ÁBYRGÐ Á ÞESSU?

 

 

Þetta fokkaði mér allavega upp í dag.

Takk og bless.

Klósett K

Share Post :

More Posts

9 Comments

 • Álfheiður Björk
  5th September 2012 at 7:48 pm 

  Merkileg pæling…. en afhverju ekki bara að kalla þetta Gustavsberg ?

 • Sólveig Sara
  5th September 2012 at 10:38 pm 

  Klósetttappi?

 • Elsie
  5th September 2012 at 11:56 pm 

  Hahahah takk fyrir að fokka mér upp!!

 • katrinaagestad
  6th September 2012 at 6:21 am 

  Gustavsberg er nokkuð góð hugmynd, en klósetttappi á líka alveg ágætlega vel við. Við verðum að finna lausn á þessu!

 • Dóra
  6th September 2012 at 8:34 am 

  Samkvæmt mínum athugunum heitir hnúðurinn efst á vatnskassanum sem maður togar í “skolhandfang” (e.flush handle) og gaurinn sem þið togið í núna myndi vera “áfyllingarrör” (e.refill pipe). Alla vega ef ég er að skilja STÓRU myndaorðabókina mína rétt…

 • Rebekka Magnúsdóttir
  6th September 2012 at 10:34 am 

  Hahaha vá hvað enginn hefur pælt í þessu áður… er þetta ekki bara handfang..? Nei andskotinn ég veit það ekki!!!! WTF

 • katrinaagestad
  6th September 2012 at 11:32 am 

  Dóra þetta er með eindæmum gott innslag. Skolhandfang meikar alveg töluverðan sens finnst mér allavega.

 • Gunnar Þórðarson
  7th September 2012 at 9:41 pm 

  Hæ Katrín ég les boggið pitt oft.

 • katrinaagestad
  8th September 2012 at 9:48 am 

  Frábært að heyra elsku pabbi 🙂

Hey! comments are closed.